Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 17:42 Landsréttur dæmdi í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira