Enski boltinn

Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta ára­tuginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Erling Haaland fær mjög vel borgað hjá Manchester City næsta áratuginn.
 Erling Haaland fær mjög vel borgað hjá Manchester City næsta áratuginn. Getty/ James Gill

Norski framherjinn Erling Haaland spilar hjá Manchetser City til 34 ára aldurs standi hann við nýja samning sinn. Hann þénar líka vel á þessum tíma.

Haaland er búinn að skrifa undir níu og hálfs árs samning við Manchester City og menn eru gapandi yfir launum hans. Þetta er lengsti samningur sem hefur verið gerður í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt upplýsingum TNT Sports þá fær Norðmaðurinn afar vel borgað næsta áratuginn.

Haaland er sagður frá 26 milljónir punda í árslaun eða tæplega 4,5 milljarða króna á hverju ári næstu tíu árin.

Fólkið á TNT Sport hefur sundurliðað launin samkvæmt þeim upplýsingum.

Haaland fær 2,17 milljónir punda á mánuði eða 375 milljónir í íslenskum krónum.

Hann fær fimm hundruð þúsund pund í laun á viku eða 86,3 milljónir í íslenskum krónum.

Hann fær 71,4 þúsund pund í laun á hverjum degi eða 12,3 milljónir í íslenskum krónum.

Hann fær síðan hálfa milljón króna á klukkutímann og yfir átta þúsund krónur á hverja mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×