Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2025 21:07 Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslunnar en hún er hér með lækninum Söru Líf Sigsteinsdóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid. Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga
Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira