Innlent

Landið mest allt gult í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af vef Veðurstofunnar sem sýnir viðvaranir dagsins.
Mynd af vef Veðurstofunnar sem sýnir viðvaranir dagsins. Vedur.is

Gular viðvaranir hafa tekið gildi eða munu taka gildi seinna í dag um stærstan hluta landsins. Von er á nokkuð hvassri austan- og norðaustanátt í dag og gæti orður stormur eða rok syðst á landinu.Þá er von á úrkomu á austanverðu landinu í dag, slyddu eða snjókomu, og á hún að aukast töluvert seinnipartinn.

Minni útkoma verður á vestanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands er fólk hvatt til að sýna aðgát í dag og ferðalöngum bent á að fylgjast með veðri og færð. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar.

Veður þetta er til komið vegna lægðar sem liggur suður af landinu og fer hægt norðaustur og síðar austur. Þá er hæð yfir Norðaustur-Grænlandi og verður vindur norðlægari á morgun og nokkuð hvass.

Veðurspá veðurstofunnar:

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan og austan 10-18 m/s í dag, en 18-25 syðst á landinu. Snjókoma á Austfjörðum og síðar einnig norðaustanlands, en slydda eða rigning suðaustantil. Úrkomulítið á vestanverðu landinu, en snjókoma, slydda eða rigning með köflum síðdegis. Hiti kringum frostmark seinnipartinn. Hvessir norðantil í kvöld.

Norðaustan 13-20 á morgun. Snjókoma norðan- og austanlands, en að mestu þurrt annars staðar. Víða vægt frost, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina.

Á mánudag:

Norðaustan 13-20 m/s með snjókomu norðan- og austanlands, en að mestu þurrt annars staðar. Vægt frost, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina.

Á þriðjudag:

Minnkandi norðanátt, hæg breytileg átt seinnipartinn. Skýjað með köflum og stöku él norðaustantil fram eftir degi. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:

Suðaustlæg átt, víða bjartviðri og kalt, en dálítil él og hiti um eða yfir frostmarki við suðvestur- og vesturströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×