„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:31 Það lá mjög vel á Ibrahima Konate á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Lille í Meistaradeildinni. Getty/Liverpool FC Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira
Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira