Innlent

Sindri grunaður um fjár­drátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri Þór Sigríðarson gæti þurft að endurnýja kynni sín við Héraðsdóm Reykjavíkur fari málið á borð lögreglu.
Sindri Þór Sigríðarson gæti þurft að endurnýja kynni sín við Héraðsdóm Reykjavíkur fari málið á borð lögreglu. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu.

Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í bíóinu.

Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. 

Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Bíóið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi.

Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. 

Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur.


Tengdar fréttir

„Réttlætinu er fullnægt“

Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×