Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 14:57 Vladimír Pútín, forseti Rússland, er sagður hafa skammað embættismenn sem halda utan um hagstjórn í síðasta mánuði. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi. Þá er Pútín sagður kominn á þá skoðun að markmiðum innrásarinnar í Úkraínu hafi verið náð. Landbrú til Krímskaga hafi verið tryggð og úkraínski herinn veiktur. Þetta segja heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem sagðir eru þekkja til stöðunnar í Rússlandi. Fyrrverandi aðstoðarformaður stjórnar Seðlabanka Rússlands sagði í samtali við blaðamann Reuters að Rússar hefðu áhuga á viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu, af efnahagslegum ástæðum. Því lengur sem stríðið héldi áfram, því meiri áhætta væri á mjög slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Pútín er sagður hafa hellt sér yfir embættismenn sem halda utan um hagstjórn á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Rússlandi í desember. Var það eftir að honum var sagt að dregið hefði verulega úr fjárfestingu vegna hárra vaxta. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Í samræðum við ráðherra sína, sem sýndar voru í sjónvarpi, sagðist Pútín nýlega hafa rætt við viðskiptaleiðtoga um áhrif skorts á fjárfestingu á hagvöxt til langs tíma. Nokkrir af auðugustu mönnum Rússlands hafa að undanförnu gagnrýnt háa stýrivexti opinberlega. Fréttir Reuters stemma við fréttaflutning rússneska miðilsins Meduza frá því fyrr í mánuðinum þar sem rætt var við ýmsa aðila tengda Kreml og þeir sögðu þreytu vegna stríðsins hafa aukist töluvert. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki. Sagði hagkerfið stöðugt Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um fréttir Reuters í morgun. Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, viðurkenndi hann vandræði í hagkerfi Rússlands en sagði stöðuna stöðuga. Hann sagði sambærileg vandræði eiga sér stað í fjölda landa heimsins en hagvöxtur væri góður í Rússlandi. Þá hefur RIA fréttaveitan, sem er einnig í eigu ríkisins, eftir Peskóv að ríkissjóður gæti vel staðið straum af fjárútlátum vegna hernaðar og samfélagsmála. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Pútín teldi markmiðum innrásarinnar hafa verið náð. Hótaði frekari aðgerðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í gærkvöldi frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi, semji Pútín ekki um endalok á innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á Truth social, samfélagsmiðli sínum, sagði Trump að hagkerfi Rússlands væri í bullandi vandræðum. Trump sagðist ætla að gera Pútín og Rússum greiða með því að binda enda á stríðið. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þá er Pútín sagður kominn á þá skoðun að markmiðum innrásarinnar í Úkraínu hafi verið náð. Landbrú til Krímskaga hafi verið tryggð og úkraínski herinn veiktur. Þetta segja heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem sagðir eru þekkja til stöðunnar í Rússlandi. Fyrrverandi aðstoðarformaður stjórnar Seðlabanka Rússlands sagði í samtali við blaðamann Reuters að Rússar hefðu áhuga á viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu, af efnahagslegum ástæðum. Því lengur sem stríðið héldi áfram, því meiri áhætta væri á mjög slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Pútín er sagður hafa hellt sér yfir embættismenn sem halda utan um hagstjórn á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Rússlandi í desember. Var það eftir að honum var sagt að dregið hefði verulega úr fjárfestingu vegna hárra vaxta. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Í samræðum við ráðherra sína, sem sýndar voru í sjónvarpi, sagðist Pútín nýlega hafa rætt við viðskiptaleiðtoga um áhrif skorts á fjárfestingu á hagvöxt til langs tíma. Nokkrir af auðugustu mönnum Rússlands hafa að undanförnu gagnrýnt háa stýrivexti opinberlega. Fréttir Reuters stemma við fréttaflutning rússneska miðilsins Meduza frá því fyrr í mánuðinum þar sem rætt var við ýmsa aðila tengda Kreml og þeir sögðu þreytu vegna stríðsins hafa aukist töluvert. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki. Sagði hagkerfið stöðugt Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um fréttir Reuters í morgun. Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, viðurkenndi hann vandræði í hagkerfi Rússlands en sagði stöðuna stöðuga. Hann sagði sambærileg vandræði eiga sér stað í fjölda landa heimsins en hagvöxtur væri góður í Rússlandi. Þá hefur RIA fréttaveitan, sem er einnig í eigu ríkisins, eftir Peskóv að ríkissjóður gæti vel staðið straum af fjárútlátum vegna hernaðar og samfélagsmála. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Pútín teldi markmiðum innrásarinnar hafa verið náð. Hótaði frekari aðgerðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í gærkvöldi frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi, semji Pútín ekki um endalok á innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á Truth social, samfélagsmiðli sínum, sagði Trump að hagkerfi Rússlands væri í bullandi vandræðum. Trump sagðist ætla að gera Pútín og Rússum greiða með því að binda enda á stríðið.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02
Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44