Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 23:24 Skipið liggur nú við ankeri undan Karlskrona í Svíþjóð. EPA/JOHAN NILSSON Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar. Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn. Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn.
Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira