Umferð um brautina gangi hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 12:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40
Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52