Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 14:32 Úr viðtali Eddu Andrésdóttur við Víking Heiðar sem tekið var upp í Hörpu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær. Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær.
Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45