Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 15:44 Kristján Guðmundsson, einn þjálfara Vals tjáir sig um frétt dagsins, þá að Katie Cousins leiki ekki með Val á næsta tímabili. Vísir/Samsett mynd Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík. „Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
„Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira