„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 23:19 Tré brotnuðu í hvassviðrinu. Vísir/Friðrik Júlíus Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður. Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira