Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:43 Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira