Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 10:15 KA og Víkingur eru á meðal þeirra félaga sem leggja til fjölgun varamanna. vísir/Diego Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira