Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 10:41 Alfreð Erling sagðist vera á leiðinni í Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu. Vísir/vilhelm Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum: „Hvaða kjaftæði?“ Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Sjá meira
Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum: „Hvaða kjaftæði?“ Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Sjá meira