Innlent

Líkams­á­rás, hótanir og um­ferðar­slys

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Átta gistu fangageymslur í morgun.
Átta gistu fangageymslur í morgun. vísir/vilhelm

Átta voru vistaðir í fangageymslum lögreglu nú í morgunsárið. Einn var handtekinn í annarlegu ástandi eftir að hafa verið með hótanir og annar ölvaður eftir umferðarslys.

Sá missti stjórn á bifreið sinni í póstnúmerinu 105 og ók á ljósastaur en engin slys urðu á fólki.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um líkamsárás í 112 og rúðubrot í miðborginni en í hvorugu málinu er vitað hver gerandinn var.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Kópavogi og þá voru nokkrir stöðvaðir í umferðinni, ýmist undir áhrifum eða réttindalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×