Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hiti verði víða núll til sex stig. Það herðir svo aðeins á vindi í kvöld.
„Austan stinningskaldi eða allhvass sunnanlands á morgun og væta með köflum, en hægari vindur og þurrt norðan heiða. Og það er útlit fyrir svipað veður áfram á fimmtudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan 10-18 m/s sunnanlands, dálítil væta og hiti 3 til 7 stig. Hægari vindur um landið norðanvert, þurrt að mestu og heldur svalara.
Á fimmtudag: Austan og suðaustan 8-15 og væta með köflum, en 13-20 við suðurströndina fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Norðurlandi, hiti breytist lítið.
Á föstudag: Austan 8-18, hvassast syðst. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 7 stig, en lengst af þurrt um landið norðanvert með hita kringum frostmark.
Á laugardag: Austlæg átt og dálítil rigning eða slydda suðaustantil, annars yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi.
Á sunnudag: Austanátt og él, en þurrt um landið vestanvert. Frost víða 0 til 5 stig, en mildara við suðurströndina.
Á mánudag: Austanátt og él, en rigning eða slydda sunnanlands.