Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 11:06 Veðmálafyrirtækið Stake hefur misst starfsleyfið í Bretlandi vegna auglýsingar Bonnie Blue. Everton hefur verið aðvarað vegna ólöglegs samnings, sem og tvö önnur ensk úrvalsdeildarfélög. Samsett/Getty/Instagram Veðmálafyrirtækið Stake, sem auglýsir framan á treyjum Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur misst starfsleyfi á Bretlandi vegna umdeildrar klámauglýsingar. Yfirvöld hafa hótað sektum og jafnvel fangelsisdómum vegna málsins. Stake er alþjóðlegt ástralskt veðmálafyrirtæki sem hefur rutt sér til rúms undanfarin misseri. Það ber mikið á fyrirtækinu á samfélagsmiðlinum X þar sem merki þess hefur verið troðið inn á allskyns fótboltaefni vinsælla notenda, en einnig almennt fréttaefni og í þessu tilfelli kláms. Nefnd fjárhættuspila innan breska ríkisins (e. Gambling Commission, GC) hóf rannsókn á fyrirtækinu eftir að klámstjarnan Bonnie Blue var með merki Stake sýnilegt í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Myndbandið er tekið upp fyrir utan Nottingham Trent-háskóla þar sem Blue kveðst „ætla að sofa hjá 180 tæplega löglegum 18 ára drengjum“, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Færslunni hefur verið eytt og var aldrei auglýst af opinberum aðgangi frá Stake. Málið var hins vegar til rannsóknar hjá GC vegna áhyggja yfir því að klám væri nýtt til að auglýsa veðmálastarfsemi. Stake hefur í ljósi málsins fallist á að ógilda starfsleyfi fyrirtækisins í Bretlandi. Starfsemi fyrirtækisins innan Bretlands verður hætt þann 11. mars næst komandi. Nottingham Forest og Leicester hefur borist aðvörun vegna veðmálafyrirtækjanna Kaiyun og BC.Game. Hvorugt hefur starfsleyfi í Bretlandi.Samsett/Getty Hóta fangelsisdómum Everton hefur borist skrifleg aðvörun vegna málsins. Enskum félögum er ekki heimilt að auglýsa veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi innan Bretlands. Nottingham Forest og Leicester City bárust samskonar bréf vegna veðmálafyrirtækja sem styrkja þau félög. Fyrirtækið Kaiyun er framan á treyju Forest en Leicester er með samning við BC.Game, sem prýðir treyjur þeirra bláklæddu. Hvorugt þeirra fyrirtækja má starfa á Bretlandi. Í bréfinu er félögunum hótað sektum og að starfsfólk geti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóma vegna samninga við fyrirtæki sem séu í raun ólögleg í landinu. „Nefndin mun skrifa til Everton – ásamt tveimur öðrum fótboltafélögum með óleyfilega styrktaraðila – og vara við hættunni á að kynna ólöglegar fjárhættuspilavefsíður,“ segir í yfirlýsingu BC. „Gert er ráð fyrir að klúbbarnir sýni fram á að neytendur geti ekki með neinum hætti átt viðskipti við fyrirtækin í Bretlandi. Nefndin mun einnig gera ráðstafanir til að sannreyna sjálfstætt að skilvirkar ráðstafanir séu til staðar,“ segir þar enn fremur. Veðmálaauglýsingar þrefölduðust milli ára Ekki þykir líklegt að aðvaranirnar hafi mikil áhrif á samning Everton við Stake en algengt er að ensk úrvalsdeildarfélög geri samning við veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi á Bretlandi. Vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar á heimsvísu miði auglýsingarnar við alþjóðamarkað, fremur en breskan markað. Rannsókn frá því í september síðastliðnum sýnir fram á að þrefalt fleiri veðmálaauglýsingar hafi verið til staðar í kringum fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, samanborið við leiktíðina á undan. Borið hefur á óánægju á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna yfirvofandi banns en bresk stjórnvöld hafa aukið eftirlit til muna og má búast við að regluverkið þrengist enn frekar á næstu árum. Ellefu félög með veðmálafyrirtæki á treyjunni Víða í Evrópu hafa skref verið tekin til að takmarka aðgengi veðmálafyrirtækja að knattspyrnufélögum. Frá og með tímabilinu 2026 til 2027 mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa framan á treyjum enskra knattspyrnuliða. Samskonar reglur taka gildi í Belgíu og Hollandi á næstu árum, til að mynda. Alls eru ellefu lið af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sem bera veðmálafyrirtæki sem aðalstyrkaraðila framan á treyjum þess. Þau eru: Aston Villa (Betano), Bournemouth (bj88), Brentford (Hollywoodbets), Crystal Palace (NET88), Everton (Stake.com), Fulham (SBOTOP), Leicester City (BC.GAME), Nottingham Forest (Kaiyun Sports), Southampton (Rollbit), West Ham United (Betway) og Wolves (DEBET). Innan tveggja leiktíða þurfa þessi félög því að finna nýja styrktaraðila framan á treyjur þeirra. Verið kallað eftir öfugri þróun á Íslandi Ísland hefur ekki verið undanskilið aukinni innreið veðmálafyrirtækja á markað undanfarin ár. Borið hefur á háværari röddum sem kalla eftir lögleiðingu veðmálaauglýsinga hérlendis og starfsleyfisveitingum. Hægt sé þannig að skattleggja starfsemina og skila arði af starfseminni ýmist til ríkissjóðs eða íslenskra íþróttafélaga. Þeir Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kölluðu þá eftir því árið 2022 að fjölmiðlum væri heimilt að auglýsa veðmálastarfsemi. Það myndi renna styrkari stoðum undir rekstur einkarekinna miðla. Að fara þá leið væri í algjörri andstöðu við þróunina á meginlandinu þar sem yfirvöld, þá sérstaklega íþróttayfirvöld, hafa hert löggjöfina, líkt og enska úrvalsdeildin er dæmi um. Íslenskar getraunir, Lengjan, er eina veðmálafyrirtækið sem hefur starfsleyfi hérlendis. Íslendingar eru taldir eyða hundruðum milljóna árlega í veðmál hjá fyrirtækjum á við bet365, EpicBet og Coolbet, til að nefna þrjú dæmi. Þeim fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa í innlendum fjölmiðlum en hafa orðið sífellt meira áberandi á samfélagsmiðlum og þá hafa íslensk hlaðvörp ýmist sætt sektum eða aðvörunum vegna auglýsinga á erlendum veðmálasíðum. Sýn var til að mynda sektað árið 2022 fyrir að auglýsa veðmálafyrirtækið Coolbet í hlaðvarpinu Þungavigtin. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Stake er alþjóðlegt ástralskt veðmálafyrirtæki sem hefur rutt sér til rúms undanfarin misseri. Það ber mikið á fyrirtækinu á samfélagsmiðlinum X þar sem merki þess hefur verið troðið inn á allskyns fótboltaefni vinsælla notenda, en einnig almennt fréttaefni og í þessu tilfelli kláms. Nefnd fjárhættuspila innan breska ríkisins (e. Gambling Commission, GC) hóf rannsókn á fyrirtækinu eftir að klámstjarnan Bonnie Blue var með merki Stake sýnilegt í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Myndbandið er tekið upp fyrir utan Nottingham Trent-háskóla þar sem Blue kveðst „ætla að sofa hjá 180 tæplega löglegum 18 ára drengjum“, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Færslunni hefur verið eytt og var aldrei auglýst af opinberum aðgangi frá Stake. Málið var hins vegar til rannsóknar hjá GC vegna áhyggja yfir því að klám væri nýtt til að auglýsa veðmálastarfsemi. Stake hefur í ljósi málsins fallist á að ógilda starfsleyfi fyrirtækisins í Bretlandi. Starfsemi fyrirtækisins innan Bretlands verður hætt þann 11. mars næst komandi. Nottingham Forest og Leicester hefur borist aðvörun vegna veðmálafyrirtækjanna Kaiyun og BC.Game. Hvorugt hefur starfsleyfi í Bretlandi.Samsett/Getty Hóta fangelsisdómum Everton hefur borist skrifleg aðvörun vegna málsins. Enskum félögum er ekki heimilt að auglýsa veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi innan Bretlands. Nottingham Forest og Leicester City bárust samskonar bréf vegna veðmálafyrirtækja sem styrkja þau félög. Fyrirtækið Kaiyun er framan á treyju Forest en Leicester er með samning við BC.Game, sem prýðir treyjur þeirra bláklæddu. Hvorugt þeirra fyrirtækja má starfa á Bretlandi. Í bréfinu er félögunum hótað sektum og að starfsfólk geti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóma vegna samninga við fyrirtæki sem séu í raun ólögleg í landinu. „Nefndin mun skrifa til Everton – ásamt tveimur öðrum fótboltafélögum með óleyfilega styrktaraðila – og vara við hættunni á að kynna ólöglegar fjárhættuspilavefsíður,“ segir í yfirlýsingu BC. „Gert er ráð fyrir að klúbbarnir sýni fram á að neytendur geti ekki með neinum hætti átt viðskipti við fyrirtækin í Bretlandi. Nefndin mun einnig gera ráðstafanir til að sannreyna sjálfstætt að skilvirkar ráðstafanir séu til staðar,“ segir þar enn fremur. Veðmálaauglýsingar þrefölduðust milli ára Ekki þykir líklegt að aðvaranirnar hafi mikil áhrif á samning Everton við Stake en algengt er að ensk úrvalsdeildarfélög geri samning við veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi á Bretlandi. Vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar á heimsvísu miði auglýsingarnar við alþjóðamarkað, fremur en breskan markað. Rannsókn frá því í september síðastliðnum sýnir fram á að þrefalt fleiri veðmálaauglýsingar hafi verið til staðar í kringum fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, samanborið við leiktíðina á undan. Borið hefur á óánægju á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna yfirvofandi banns en bresk stjórnvöld hafa aukið eftirlit til muna og má búast við að regluverkið þrengist enn frekar á næstu árum. Ellefu félög með veðmálafyrirtæki á treyjunni Víða í Evrópu hafa skref verið tekin til að takmarka aðgengi veðmálafyrirtækja að knattspyrnufélögum. Frá og með tímabilinu 2026 til 2027 mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa framan á treyjum enskra knattspyrnuliða. Samskonar reglur taka gildi í Belgíu og Hollandi á næstu árum, til að mynda. Alls eru ellefu lið af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sem bera veðmálafyrirtæki sem aðalstyrkaraðila framan á treyjum þess. Þau eru: Aston Villa (Betano), Bournemouth (bj88), Brentford (Hollywoodbets), Crystal Palace (NET88), Everton (Stake.com), Fulham (SBOTOP), Leicester City (BC.GAME), Nottingham Forest (Kaiyun Sports), Southampton (Rollbit), West Ham United (Betway) og Wolves (DEBET). Innan tveggja leiktíða þurfa þessi félög því að finna nýja styrktaraðila framan á treyjur þeirra. Verið kallað eftir öfugri þróun á Íslandi Ísland hefur ekki verið undanskilið aukinni innreið veðmálafyrirtækja á markað undanfarin ár. Borið hefur á háværari röddum sem kalla eftir lögleiðingu veðmálaauglýsinga hérlendis og starfsleyfisveitingum. Hægt sé þannig að skattleggja starfsemina og skila arði af starfseminni ýmist til ríkissjóðs eða íslenskra íþróttafélaga. Þeir Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kölluðu þá eftir því árið 2022 að fjölmiðlum væri heimilt að auglýsa veðmálastarfsemi. Það myndi renna styrkari stoðum undir rekstur einkarekinna miðla. Að fara þá leið væri í algjörri andstöðu við þróunina á meginlandinu þar sem yfirvöld, þá sérstaklega íþróttayfirvöld, hafa hert löggjöfina, líkt og enska úrvalsdeildin er dæmi um. Íslenskar getraunir, Lengjan, er eina veðmálafyrirtækið sem hefur starfsleyfi hérlendis. Íslendingar eru taldir eyða hundruðum milljóna árlega í veðmál hjá fyrirtækjum á við bet365, EpicBet og Coolbet, til að nefna þrjú dæmi. Þeim fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa í innlendum fjölmiðlum en hafa orðið sífellt meira áberandi á samfélagsmiðlum og þá hafa íslensk hlaðvörp ýmist sætt sektum eða aðvörunum vegna auglýsinga á erlendum veðmálasíðum. Sýn var til að mynda sektað árið 2022 fyrir að auglýsa veðmálafyrirtækið Coolbet í hlaðvarpinu Þungavigtin.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira