Innlent

„Að­finnslu­vert hátta­lag“ og sofið á salerni veitinga­staðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna innbrota í geymslur í hverfi 105 í Reykjavík.
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna innbrota í geymslur í hverfi 105 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi eða nótt um líkamsárásir í miðborginni en engar frekari upplýsingar er að finna um málin í yfirliti lögreglu yfir verkefni á vaktinni.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja einstakling úr strætó sem hafði ógnað öðrum farþegum.

Lögreglu bárust einnig þrjár tilkynningar um „aðfinnsluvert háttalag“, eins og það er orðað, í þremur hverfum. Í einu tilviki virðast átök hafa átt sér stað og öðru hótanir.

Lögregla kom einnig að málum þegar einstaklingur læsti sig inni á salerni á veitingastað í miðborginni. Virðist viðkomandi hafa sofnað þar inni, var vakinn og hélt sína leið.

Einnig bárust tilkynningar um krakkahóp að skemma strætóskýli, um þjófnað í matvöruverslun og skemmdarverk á bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×