Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:49 Það er ekki langt síðan leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja áttu fund en þessi mynd er tekin á fundi leiðtoga ríkjanna á öryggismálaráðstefnunni í München sem fram fór um helgina. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn. Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn.
Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent