Drög að málefnasamningi liggi fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:31 Fimm oddvitar vinstri flokka í borginni hafa lokið við drög að málefnasamningi. Þær hyggjast kynna hann fyrir grasrót og íbúum á næstunni. Vísir/Vilhelm Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira