„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Danijel Dejan Djuric faðmar liðsfélaga sína á æfingu Víkinga í gær eftir að hafa sagt þeim að hann færi á förum. @vikingurfc Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra. Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn