Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 23:49 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Vísir Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjóri Heilsugæslunnar segir sektina ekki snúast um samtengingu sjúkraskráa við utanaðkomandi aðila heldur ferli samninga sem gerðir voru við aðilana. Samtenging sjúkraskráa auki í raun sjúklingaöryggi. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“ Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“
Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira