Býst við Grikkjunum betri í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 15:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira