Sár Verstappen hótar sniðgöngu Aron Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2025 12:01 Verstappen á sviðinu í O2 höllinni á dögunum Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen er allt annað en sáttur með móttökurnar sem hann fékk í O2 höllinni í Lundúnum á eins konar frumsýningarkvöldi mótaraðarinnar á dögunum. Baulað var hressilega á Hollendinginn er hann var kynntur til leiks á umræddu kvöldi. Um var að ræða fyrsta skiptið þar sem Formúlu 1 mótaröðin heldur slíkt frumsýningarkvöld þar sem liðin sýndu á spilin er varðar litaval á bílum sínum og ytra útliti. Ekki var um frumsýningu liðanna á hönnun síns bíls að ræða. Hvert lið og ökumenn þeirra voru kynntir inn með miklum tilþrifum á umræddu kvöldi en þegar kom að því að kynna til leiks lið Red Bull Racing, ökumenn þess og liðsstjóra mátti heyra hávært baul í O2 höllinni. Er varðar liðsstjórann Christian Horner má leiða líkum að því að baulið í hans garð hafi tengst ásökunum sem spruttu upp fyrir síðasta tímabil um meinta óviðeigandi hegðun Bretans í garð kvenkyns starfsmanns Red Bull. Frumsýningarkvöld Formúlu 1 var afar vel heppnaðVísir/Getty Baulið varð síðan enn kröftugra þegar að Max Verstappen, heimsmeistari ökuþóra síðustu fjögurra ára var kynntur til leiks og virðist mikil velgengni hans í gegnum árin, sem og barátta hans við Formúlu 1 ökuþóra Bretlands, hafa farið illa í ákveðinn hóp stuðningsmanna annarra liða í Formúlu 1. Umrætt baul fór í það minnsta afar illa í Verstappen og faðir hans, fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Jos Verstappen, segir son sinn íhuga að sniðganga viðburðinn í framtíðinni. „Max hefur ekki húmor fyrir því að baulað sé á hann fyrir framan 25 þúsund áhorfendur,“ sagði Jos um atvikið í samtali við hollenska miðilinn RaceXpress og sagði enn fremur að í samtölum sínum við son sinn hefði komið fram að Max myndi ekki mæta á viðburðinn á næsta ári verði hann haldinn á Englandi. „Og ég er fullkomlega sammála honum,“ bætti Jos við. Eftir frumsýningu hvers liðs á umræddu kvöldi tjáðu liðsstjórar og ökumenn þeirra í örstuttu máli. Athygli vakti hins vegar að fulltrúar Red Bull Racing voru þeir einu sem að tjáðu sig ekki fyrir framan fjöldann í O2 höllinni. Tímabilið ekki byrjað en dramað er svo sannarlega farið af stað. Innan við mánuður er í fyrstu keppnishelgi tímabilsins í Melbourne í Ástralíu 14. – 16. mars. Fyrstu formlegu prófanir liðanna hefjast í Barein á miðvikudaginn kemur. Vodafone sport rásin er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Um var að ræða fyrsta skiptið þar sem Formúlu 1 mótaröðin heldur slíkt frumsýningarkvöld þar sem liðin sýndu á spilin er varðar litaval á bílum sínum og ytra útliti. Ekki var um frumsýningu liðanna á hönnun síns bíls að ræða. Hvert lið og ökumenn þeirra voru kynntir inn með miklum tilþrifum á umræddu kvöldi en þegar kom að því að kynna til leiks lið Red Bull Racing, ökumenn þess og liðsstjóra mátti heyra hávært baul í O2 höllinni. Er varðar liðsstjórann Christian Horner má leiða líkum að því að baulið í hans garð hafi tengst ásökunum sem spruttu upp fyrir síðasta tímabil um meinta óviðeigandi hegðun Bretans í garð kvenkyns starfsmanns Red Bull. Frumsýningarkvöld Formúlu 1 var afar vel heppnaðVísir/Getty Baulið varð síðan enn kröftugra þegar að Max Verstappen, heimsmeistari ökuþóra síðustu fjögurra ára var kynntur til leiks og virðist mikil velgengni hans í gegnum árin, sem og barátta hans við Formúlu 1 ökuþóra Bretlands, hafa farið illa í ákveðinn hóp stuðningsmanna annarra liða í Formúlu 1. Umrætt baul fór í það minnsta afar illa í Verstappen og faðir hans, fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Jos Verstappen, segir son sinn íhuga að sniðganga viðburðinn í framtíðinni. „Max hefur ekki húmor fyrir því að baulað sé á hann fyrir framan 25 þúsund áhorfendur,“ sagði Jos um atvikið í samtali við hollenska miðilinn RaceXpress og sagði enn fremur að í samtölum sínum við son sinn hefði komið fram að Max myndi ekki mæta á viðburðinn á næsta ári verði hann haldinn á Englandi. „Og ég er fullkomlega sammála honum,“ bætti Jos við. Eftir frumsýningu hvers liðs á umræddu kvöldi tjáðu liðsstjórar og ökumenn þeirra í örstuttu máli. Athygli vakti hins vegar að fulltrúar Red Bull Racing voru þeir einu sem að tjáðu sig ekki fyrir framan fjöldann í O2 höllinni. Tímabilið ekki byrjað en dramað er svo sannarlega farið af stað. Innan við mánuður er í fyrstu keppnishelgi tímabilsins í Melbourne í Ástralíu 14. – 16. mars. Fyrstu formlegu prófanir liðanna hefjast í Barein á miðvikudaginn kemur. Vodafone sport rásin er heimili Formúlu 1 á Íslandi.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira