Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tekur í höndina á Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu. Eiginkona hans Olega stendur honum við hlið. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira