Íbúðin er björt og rúmgóð og skiptist í forstofu, fallegt alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa renna saman, tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Úr alrýminu er útgengt á suðursvalir.
Eignin var endurnýjuð árið 2020 á smekklegan og vandaðan máta með tilliti til upprunalegs byggingarstíls. Eldhúsið var flutt inn í alrýmið, hurðarop stækkuð og stofan opnuð enn frekar. Baðherbergi var tekið í gegn og flísalagt að hluta.
Hvít og stílhrein innrétting prýðir eldhúsið en á veggjunum eru grænar Subway-flísar í aðalhlutverki og gefa rýminu mikinn karakter. Fyrir miðju er eldhúseyja með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu.
Nánari upplýsingar um eignina má nálagast á fasteignavef Vísis.





