Íslenski boltinn

Vals­menn settu sex gegn Grinda­vík

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í kvöld.
Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í kvöld. Vísir/Anton Brink

Valur fór létt með Grindavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins og vann 6-0 sigur á Hlíðarenda.

Patrick Pedersen skoraði fyrsta markið af vítapunktinum eftir fimmtán mínútna leik.

Gísli Laxdal Unnarsson gerði svo annað mark Valsmanna rétt fyrir hálfleik. Hann komst aftur á blað í seinni hálfleik eftir að Jónatan Ingi Jónsson hafði skorað þriðja markið.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði síðan fimmta markið og Jónatan setti það sjötta á lokamínútum leiksins.

Valsmenn eru efstir í riðli eitt í Lengjubikarnum, með tíu stig eftir fjóra leiki, þrjá sigra og eitt jafntefli gegn ÍA.

Grindvíkingar unnu gegn Vestra í annarri umferð en hafa tapað hinum þremur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×