Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2025 15:32 Kári Egilsson var meðal handhafa verðlaunanna í fyrra og er hér ásamt þáverandi forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar. Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem dómnefndarakademía ræður til um tilnefningar og verðlaun inniheldur akademían á þriðja tug fólks sem fjallar og skrifar um tónlist, semur einnig tónlist og hefur af henni mikla unun. Störfum nefndanna er nánast lokið, einungis á eftir að velja handhafa verðlaunanna sjálfra sem afhent verða með pompi og prakt 12. mars í Silfurbergi Hörpu. Djassgítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika ljúfa tóna í upphafi dagskrárinnar en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra sem flytjandi ársins. Þess má geta að veitingahúsið Jómfrúin er einnig meðal verðlaunahafa frá í fyrra en verðlaunin hlaut staðurinn fyrir tónlistarviðburð ársins. Loks kemur það í ljós hver það verður sem mun kynna Íslensku tónlistarverðlaunin í ár og verður sérlegur veislustjóri í Silfurbergi miðvikudagskvöldið 12. mars. Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem dómnefndarakademía ræður til um tilnefningar og verðlaun inniheldur akademían á þriðja tug fólks sem fjallar og skrifar um tónlist, semur einnig tónlist og hefur af henni mikla unun. Störfum nefndanna er nánast lokið, einungis á eftir að velja handhafa verðlaunanna sjálfra sem afhent verða með pompi og prakt 12. mars í Silfurbergi Hörpu. Djassgítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika ljúfa tóna í upphafi dagskrárinnar en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra sem flytjandi ársins. Þess má geta að veitingahúsið Jómfrúin er einnig meðal verðlaunahafa frá í fyrra en verðlaunin hlaut staðurinn fyrir tónlistarviðburð ársins. Loks kemur það í ljós hver það verður sem mun kynna Íslensku tónlistarverðlaunin í ár og verður sérlegur veislustjóri í Silfurbergi miðvikudagskvöldið 12. mars.
Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“