Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:00 Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Vísir/Bjarni Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira