Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Jesse Marsch hefur fengið nóg af ruglinu í forseta Bandaríkjanna. AP Photo/Tony Gutierrez Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Marsch lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Þaðan fór hann til Montreal Impact og svo inn í Red Bull-samsteypuna. Fyrst stýrði hann New York Red Bulls. Þaðan fór hann til RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann var aðstoðarþjálfari og svo til Austurríkis þar sem hann varð aðalþjálfari Red Bull Salzburg. Hann fór svo aftur til Leipzig árið 2021 en entist stutt. Frá 2022-23 var Marsch þjálfari Leeds United á Englandi. Eftir að vera látinn taka poka sinn þar gerðist hann landsliðsþjálfari Kanada. Hann verður að öllum líkindum þjálfari liðsins fram yfir HM sem fram fer á næsta ári. „Þessi alþjóðlegu mót þýða nú eitthvað annað og meira fyrir Kanada,“ sagði þjálfarinn. Gullbikar CONCACAF (e. Gold Cup) mun fara fram í Bandaríkjunum og Kanada síðar í ár. Þá fer heimsmeistaramót karla að sjálfsögðu fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Jesse Marsch issues a message to U.S. President Donald Trump 🎙️"Lay off the ridiculous rhetoric about Canada being the 51st state; as an American, I'm ashamed of the arrogance and disregard we've shown one of our historically oldest, strongest and most loyal allies."#USMNT |… pic.twitter.com/m0ls8F6aAj— OneSoccer (@onesoccer) February 26, 2025 Marsch vildi ræða þetta þar sem hann væri nú sjálfur Bandaríkjamaður en hefði kynnst Kanada á eigin skinni undanfarið. „Finnst þessi umræða óþægileg og hreinlega skammarleg. Kanada er sterk og sjálfstæð þjóð þar sem háttprýði er í hávegum höfð. Kanada er jafnframt land sem metur siðferði og virðingu. Það er eitthvað annað en klofið, dónalegt og nú oft hatursfullt loftslag Bandaríkjanna.“ Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada „Ef ég ætti að senda forsetanum ein skilaboð þá væri það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada ætti að vera 51. ríki Bandaríkjanna. Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og skeytingarleysið sem við höfum sýnt einum af okkar elsta, sterkasta og hliðhollasta bandamanni,“ sagði Marsch og hélt áfram.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Kanada Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira