Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:04 Hákon Arnar í leik kvöldsins. AP Photo/Christophe Ena Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. Bradley Barcola gaf tóninn í París þegar hann kom PSG yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Miðvörðurinn Marquinhos tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og Ousmane Dembélé gerði svo gott sem út um leikinn sex mínútum síðar. Desire Doue bætti fjórða markinu við áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Arnar kom inn af varamannabekk gestanna áður en síðari hálfleikur hófst og hjálpaði sínum mönnum að halda andliti. Jonathan David skoraði eina mark síðari hálfleiks og lokatölur í París 4-1. Hákon Arnar gerði hvað hann gat.FRANCK FIFE / AFP PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar enda hefur liðið ekki beðið ósigur í deildinni. Að loknum 24 leikjum er liðið með 62 stig eftir 19 sigra og fimm jafntefli. Lilla er með 41 stig í 5. sæti, tveimur á eftir Monaco sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Julián Alvarez reyndist hetja Atlético Madríd sem nýtti sér tap nágranna sinna í Real og er komið á topp La Liga. Alvarez skoraði eina mark leiksins þegar Athletic Club kom í heimsókn. Markið kom eftir undirbúning Marcos Llorente á 66. mínútu. Atlético Madríd er nú með 56 stig á toppnum en Barcelona á leik til góða og getur náð toppsætinu á morgun. Bæði Barcelona og Real Madríd eru með 54 stig. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen 4-1 útisigur á Eintracht Frankfurt. Nathan Tella, Nordi Mukiele, Patrik Schick og Aleix Garcia með mörk Leverkusen á meðan Hugo Ekitike skoraði mark Frankfurt. Leverkusen er nú með 53 stig eftir 24 leiki, átta minna en topplið Bayern München. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Bradley Barcola gaf tóninn í París þegar hann kom PSG yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Miðvörðurinn Marquinhos tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og Ousmane Dembélé gerði svo gott sem út um leikinn sex mínútum síðar. Desire Doue bætti fjórða markinu við áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Arnar kom inn af varamannabekk gestanna áður en síðari hálfleikur hófst og hjálpaði sínum mönnum að halda andliti. Jonathan David skoraði eina mark síðari hálfleiks og lokatölur í París 4-1. Hákon Arnar gerði hvað hann gat.FRANCK FIFE / AFP PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar enda hefur liðið ekki beðið ósigur í deildinni. Að loknum 24 leikjum er liðið með 62 stig eftir 19 sigra og fimm jafntefli. Lilla er með 41 stig í 5. sæti, tveimur á eftir Monaco sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Julián Alvarez reyndist hetja Atlético Madríd sem nýtti sér tap nágranna sinna í Real og er komið á topp La Liga. Alvarez skoraði eina mark leiksins þegar Athletic Club kom í heimsókn. Markið kom eftir undirbúning Marcos Llorente á 66. mínútu. Atlético Madríd er nú með 56 stig á toppnum en Barcelona á leik til góða og getur náð toppsætinu á morgun. Bæði Barcelona og Real Madríd eru með 54 stig. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen 4-1 útisigur á Eintracht Frankfurt. Nathan Tella, Nordi Mukiele, Patrik Schick og Aleix Garcia með mörk Leverkusen á meðan Hugo Ekitike skoraði mark Frankfurt. Leverkusen er nú með 53 stig eftir 24 leiki, átta minna en topplið Bayern München.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30