Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 11:02 Það kemur ýmislegt upp á yfirborðið í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildaþáttaraðarinnar Vísir/Samsett mynd Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli. Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli.
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira