Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 10:00 Mason Greenwood spilaði bara einn A-landsleik fyrir England, átján ára gamall gegn Íslandi. Getty/Hafliði Breiðfjörð Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020. Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid. Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid.
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira