Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 21:02 Katrin Ivanova, Vanya Gaberova og Tihomir Ivanchev voru dæmd sek fyrir njósnir. AP Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum. Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum.
Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira