Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 20:33 Tveir sakborningar í Bankastrætismálinu óskuðu eftir áheyrn Hæstaréttar, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Myndin var tekin við þingfestingu málsins hjá Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2023, og óvíst að um sé að ræða umrædda sakborninga. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál sjö manna sem voru sakfelldir fyrir hlutdeild að líkamsárás í hinu svokallaða Bankastrætismáli. Átta sakborningar af 25, sem er eitt umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar, áfrýjuðu dómum héraðsdóms yfir sér til Landsréttar. Einn þeirra, Alexander Máni Björnsson, sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, dró áfrýjun sína síðar til baka. Hinir sjö sakborningarnir höfðu allir verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hlutdeild í minni háttar líkamsárás. Tveir mannanna sem hlutu dóma í Landsrétti afréðu að leita atbeina Hæstaréttar. Mennirnir voru sakfelldir fyrir hlutdeild í líkamsárás með því að hafa farið grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club og verið þar inni meðan á brotum meðákærðu stóð, og þannig veitt þeim liðsinni í verki. Í dómi Landsréttar var refsingu beggja sakborninga frestað, og kveðið á um að hún félli niður að tveimur árum liðnum, héldu þeir almennt skilorð. Taldi ýmislegt að úrlausn Landsréttar Annar sakborninganna rökstuddi beiðni sína um áfrýjunarleyfi með þeim rökum að úrlausn málsins lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu, og mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um. „Ákæra fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni við framkvæmd líkamsárásar hafi grundvallast á ógnun við brotaþola. Með héraðsdómi hafi verið sýknað af þeirri háttsemi og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu fyrir Landsrétti. Þar sem fyrir liggi og óumdeilt sé að brotaþolum hafi ekki stafað ógn af leyfisbeiðanda sé forsenda fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni fallin brott. Hafi þannig verið farið út fyrir lýsingu í ákæru,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Hann byggði einnig á því að sönnunarkröfur, heildarsönnunarmat Landsréttar á atvikum, auk túlkunar á lagaákvæðum, hafi verið í andstöðu við sönnunargögn málsins og meginregluna um að sönnunarbyrði hvíli á ákæruvaldinu. Úrlausn Hæstaréttar um þetta yrði fordæmisgefandi. Þá hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar á því hvort hegðun hans hafi eingöngu talist til gáleysis, og hvaða kröfur eigi að gera til sönnunar á huglægri afstöðu að því leyti. „Jafnframt telur leyfisbeiðandi að málsmeðferð fyrir héraðsdómi hafi verið stórlega ábótavant. Þá sé niðurstaða Landsréttar bersýnilega röng með vísan til sönnunarmats og beitingar refsiákvæðis um hlutdeild með liðsinni við líkamsárás. Loks hafi ákvörðun um sakarkostnað fyrir Landsrétti verið bæði röng og órökrétt.“ „Dómur Landsréttar bersýnilega rangur“ Hinn sakborningurinn byggði beiðni sína um áfrýjunarleyfi á því að að forsendur héraðsdóms hafi ekki átt sér stoð í framburði hans sem matinn hafi verið stöðugur og ekki ótrúverðugur. Sá annmarki leiði til þess að í dómi Landsréttar hafi ekki verið lagt mat á sönnunargildi munnlegs framburðar hans fyrir héraðsdómi og eftir atvikum hjá lögreglu, heldur látið þar við sitja að vísa að verulegu leyti til framburðar meðákærðu. Hann byggði sömuleiðis á því að hann hafi fyrir héraðsdómi verið sýknaður af þeim hluta verknaðarlýsingar í ákæru að hafa verið ógnun við brotaþola, og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu. „Hin ætlaða ógn hafi verið forsenda refsiábyrgðar leyfisbeiðanda samkvæmt ákæru og með sakfellingu hafi því verið farið út fyrir ákæru. Þá telur leyfisbeiðandi sönnunarmat Landsréttar ekki samræmast meginreglum um réttláta málsmeðferð. Loks sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur einkum varðandi niðurstöðu um sakarkostnað og áfrýjunarkostnað.“ Stuttur rökstuðningur fyrir höfnun Í ákvörðun sinni sagði Hæstiréttur að ekki yrði, að virtum gögnum málsins, séð að leyfisbeiðnir mannanna tveggja lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæða laga um meðferð sakamála. „Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Beiðnunum er því hafnað.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Átta sakborningar af 25, sem er eitt umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar, áfrýjuðu dómum héraðsdóms yfir sér til Landsréttar. Einn þeirra, Alexander Máni Björnsson, sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, dró áfrýjun sína síðar til baka. Hinir sjö sakborningarnir höfðu allir verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hlutdeild í minni háttar líkamsárás. Tveir mannanna sem hlutu dóma í Landsrétti afréðu að leita atbeina Hæstaréttar. Mennirnir voru sakfelldir fyrir hlutdeild í líkamsárás með því að hafa farið grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club og verið þar inni meðan á brotum meðákærðu stóð, og þannig veitt þeim liðsinni í verki. Í dómi Landsréttar var refsingu beggja sakborninga frestað, og kveðið á um að hún félli niður að tveimur árum liðnum, héldu þeir almennt skilorð. Taldi ýmislegt að úrlausn Landsréttar Annar sakborninganna rökstuddi beiðni sína um áfrýjunarleyfi með þeim rökum að úrlausn málsins lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu, og mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um. „Ákæra fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni við framkvæmd líkamsárásar hafi grundvallast á ógnun við brotaþola. Með héraðsdómi hafi verið sýknað af þeirri háttsemi og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu fyrir Landsrétti. Þar sem fyrir liggi og óumdeilt sé að brotaþolum hafi ekki stafað ógn af leyfisbeiðanda sé forsenda fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni fallin brott. Hafi þannig verið farið út fyrir lýsingu í ákæru,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Hann byggði einnig á því að sönnunarkröfur, heildarsönnunarmat Landsréttar á atvikum, auk túlkunar á lagaákvæðum, hafi verið í andstöðu við sönnunargögn málsins og meginregluna um að sönnunarbyrði hvíli á ákæruvaldinu. Úrlausn Hæstaréttar um þetta yrði fordæmisgefandi. Þá hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar á því hvort hegðun hans hafi eingöngu talist til gáleysis, og hvaða kröfur eigi að gera til sönnunar á huglægri afstöðu að því leyti. „Jafnframt telur leyfisbeiðandi að málsmeðferð fyrir héraðsdómi hafi verið stórlega ábótavant. Þá sé niðurstaða Landsréttar bersýnilega röng með vísan til sönnunarmats og beitingar refsiákvæðis um hlutdeild með liðsinni við líkamsárás. Loks hafi ákvörðun um sakarkostnað fyrir Landsrétti verið bæði röng og órökrétt.“ „Dómur Landsréttar bersýnilega rangur“ Hinn sakborningurinn byggði beiðni sína um áfrýjunarleyfi á því að að forsendur héraðsdóms hafi ekki átt sér stoð í framburði hans sem matinn hafi verið stöðugur og ekki ótrúverðugur. Sá annmarki leiði til þess að í dómi Landsréttar hafi ekki verið lagt mat á sönnunargildi munnlegs framburðar hans fyrir héraðsdómi og eftir atvikum hjá lögreglu, heldur látið þar við sitja að vísa að verulegu leyti til framburðar meðákærðu. Hann byggði sömuleiðis á því að hann hafi fyrir héraðsdómi verið sýknaður af þeim hluta verknaðarlýsingar í ákæru að hafa verið ógnun við brotaþola, og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu. „Hin ætlaða ógn hafi verið forsenda refsiábyrgðar leyfisbeiðanda samkvæmt ákæru og með sakfellingu hafi því verið farið út fyrir ákæru. Þá telur leyfisbeiðandi sönnunarmat Landsréttar ekki samræmast meginreglum um réttláta málsmeðferð. Loks sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur einkum varðandi niðurstöðu um sakarkostnað og áfrýjunarkostnað.“ Stuttur rökstuðningur fyrir höfnun Í ákvörðun sinni sagði Hæstiréttur að ekki yrði, að virtum gögnum málsins, séð að leyfisbeiðnir mannanna tveggja lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæða laga um meðferð sakamála. „Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Beiðnunum er því hafnað.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira