Tiger Woods sleit hásin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2025 20:34 Tiger Woods sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með á þessu tímabili. AP/Lynne Sladky Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods sagði frá því í kvöld að hann hafi slitið hásin á æfingu á dögunum. Woods sagði jafnframt frá því að hann hafi þegar farið í aðgerð og að hún hafi gengið vel. Woods hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og þetta bætist við það. Woods meiddist þegar hann ætlaði að keyra upp æfingar sínar heima hjá sér en hann hefur misst af síðustu mótum eftir fráfall móður sinnar. Woods er 49 ára gamall en læknar búast við því að hann náði sér að fullu. Woods er nú kominn heim til sín í Jupiter í Florida fylki þar sem hann hugar að endurhæfingu. Það er ekki vitað hvenær Woods snýr aftur í keppni en það bendir allt þess að hann verði ekkert meira með á þessu ári og missi einnig af stórum hluta næsta árs líka. Woods missti móður sína 4. febrúar síðastliðinn og hefur ekkert spilað síðan. Hann ætlaði að vera með Genesis Invitational mótinu en hætti við þátttöku af því hann var ekki tilbúinn eftir móðurmissinn. Woods tók síðast þátt í PGA mótaröðinni í júlí á síðasta ári þegar hann missti af niðurskurðinum á Opna breska meistaramótinu. Hann fór síðan í bakaðgerð í september. Woods hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri. View this post on Instagram A post shared by Tiger Woods (@tigerwoods) Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Woods sagði jafnframt frá því að hann hafi þegar farið í aðgerð og að hún hafi gengið vel. Woods hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og þetta bætist við það. Woods meiddist þegar hann ætlaði að keyra upp æfingar sínar heima hjá sér en hann hefur misst af síðustu mótum eftir fráfall móður sinnar. Woods er 49 ára gamall en læknar búast við því að hann náði sér að fullu. Woods er nú kominn heim til sín í Jupiter í Florida fylki þar sem hann hugar að endurhæfingu. Það er ekki vitað hvenær Woods snýr aftur í keppni en það bendir allt þess að hann verði ekkert meira með á þessu ári og missi einnig af stórum hluta næsta árs líka. Woods missti móður sína 4. febrúar síðastliðinn og hefur ekkert spilað síðan. Hann ætlaði að vera með Genesis Invitational mótinu en hætti við þátttöku af því hann var ekki tilbúinn eftir móðurmissinn. Woods tók síðast þátt í PGA mótaröðinni í júlí á síðasta ári þegar hann missti af niðurskurðinum á Opna breska meistaramótinu. Hann fór síðan í bakaðgerð í september. Woods hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri. View this post on Instagram A post shared by Tiger Woods (@tigerwoods)
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira