Northvolt í þrot Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 08:12 Um fimm þúsund starfsmenn Northvolt missa vinnuna, flestir í Skellefteå. Vísir/NTB Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin. Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand. Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55