Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 17:45 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni gegn Dortmund í vikunni, þegar Evrópuævintýri Lille lauk með 2-1 tapi. AP/Michel Euler Hákon Arnar Haraldsson, nýr varafyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er talinn þriðji verðmætasti leikmaður frönsku 1. deildarinnar, ef leikmenn PSG eru undanskildir. Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund. Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund.
Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35