Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 15:19 Frá leik í Bestu deild karla Vísir/Diego Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum. „Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá. Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
„Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá.
Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira