Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2025 14:05 Um 200 skemmtiferðaskip komu á Ísafjörð sumarið 2024 en þau verða aðeins um 100 í sumar vegna nýja innviðagjaldsins á farþega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira