Réðst á konu í Róm og við Ögur Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 13:39 Aðra líkamsárásina framdi maðurinn í nágrenni bæjarins Ögurs í Súðavíkurhreppi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur. Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur.
Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira