Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. mars 2025 21:02 Kristinn Jónasson. lögmaður KPMG og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. KPMG/VÍSIR Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum. Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum.
Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira