„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 09:32 Ari Sigurpálsson er orðinn leikmaður Elfsborgar í Svíþjóð. Vísir/Sigurjón Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira