„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 09:32 Ari Sigurpálsson er orðinn leikmaður Elfsborgar í Svíþjóð. Vísir/Sigurjón Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sjá meira
Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sjá meira