Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:34 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti á fundi í lok febrúar. AP/Mystyslav Chernov Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira