Lífið

Eyddu rúm­lega tveimur milljónum á mánuði

Boði Logason skrifar
Guðrún og Ólafur eru á meðal þátttakanda í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón? Þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 öll mánudagskvöld.
Guðrún og Ólafur eru á meðal þátttakanda í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón? Þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 öll mánudagskvöld. Stöð 2

Önnur þáttaröð af Viltu finna milljón? hóf göngu sína á Stöð 2 á mánudagskvöld. Þar fengum við að kynnast pörunum sem ætla að taka fjármálin sín í gegn.

Í fyrsta þættinum fóru Hrefna og Arnar, stjórnendur þáttarins, yfir tekjur og kostnað í heimilisbókhaldinu hjá pörunum. Það par sem var að eyða hvað mestu á mánuði voru hjónin Ólafur og Guðrún.

Þau voru með kostnað upp á rúmlega tvær milljónir á mánuði að meðaltali yfir árið. Það kom þeim í opna skjöldu og höfðu þau giskað á að þau væru að eyða rúmlega milljón. „Hvernig er það hægt Óli? Það er svolítið mikið,“ sagði Guðrún við eiginmann sinn. 

Tekjur hjónanna á mánuði að meðaltali var ein milljón króna. Ólafur sagðist hafa notað sparifé til að fjármagna neyslu hjónanna síðasta árið. 

Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Hér má nálgast hlaðvarpsþætti sem eru tengdir þáttunum. Þeir eru í umsjón Hrefnu og Arnars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.