Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Val 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi á sama stað og á síðasta tímabili. Væntingastuðullinn hjá Val sprakk eftir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar skömmu fyrir síðasta tímabil. Að margra mati voru þeir líklegastir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en raunin varð önnur. Vissulega glitti oft í glimrandi spilamennsku en of sjaldan og Arnar Grétarsson var látinn taka pokann sinn eftir tap fyrir St Mirren í Sambandsdeild Evrópu. Srdjan Tufegdzic sneri aftur í íslenska boltann um mitt síðasta tímabil eftir dvöl í Svíþjóð.vísir/anton Srdjan Tufegdzic (Túfa) var klár á kantinum og tók við. En engin umpólun varð á gengi eða spilamennsku Vals við þjálfarabreytinguna. Liðið náði samt Evrópusæti sem var væntanlega algjör lágmarkskrafa á Hlíðarenda. Gylfi spilaði vel fyrir Val í fyrra og skoraði ellefu mörk. Honum leist þó ekki lengur á blikuna á Hlíðarenda og knúði fram félagaskipti í Víking. Stolt Valsmanna var eflaust sært eftir þetta en hægur vandi ætti að vera að nýta þetta sem hvata fyrir tímabilið sem framundan er. grafík/bjarki Það eru nefnilega áfram forsendur til að gera vel hjá Val. Þeir eru til að mynda enn með Jónatan Inga Jónsson, Patrick Pedersen og Tryggva Hrafn Haraldsson í framlínunni. Þeir skoruðu samtals 38 mörk í Bestu deildinni í fyrra og þrátt fyrir að verða 34 ára á árinu virðist ekkert vera að hægjast á Pedersen. Mörkin hans níu í Lengjubikarnum eru til vitnis um það. Jónatan Ingi átti frábæra kafla á síðasta tímabili og hann hefur allt að bera til geta verið einn besti leikmaður deildarinnar. grafík/bjarki Auk Gylfa er Birkir Már Sævarsson horfinn á braut eftir mikla og góða þjónustu við Val og Fredrik Schram fór til Danmerkur. Birkir Heimisson er kominn aftur frá Þór, Tómas Bent Magnússon frá ÍBV, Birkir Jakob Jónsson frá Atalanta, Andi Hoti frá Leikni R. og tveir erlendir leikmenn með flottar ferilskrár bættust við; miðvörðurinn Markus Nakkim og miðjumaðurinn Marius Lundemo. Þeim síðarnefnda er ætlað að leysa vandræði síðasta tímabils með stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og ef hann verður jafn góður og ferilskráin gefur tilefni til geta Valsmenn hugsað sér gott til glóðarinnar. Liðið hefur nefnilega litið vel út í vetur, vann Lengjubikarinn og eftir brotthvarf Gylfa er pressan kannski ekki jafn mikil á Hlíðarenda, eða allavega öðruvísi. grafík/bjarki Túfa þarf samt nauðsynlega að laga varnarleikinn frá síðasta tímabili. Valur fékk á sig 42 mörk og hélt aldrei hreinu eftir að Túfa tók við. Hann hefur jafnan verið kenndur við gott skipulag og traustan varnarleik en stóð ekki beint undir því í fyrra. Og þótt sóknarleikur Vals hafi stundum verið svolítið klossaður skoraði liðið samt 66 mörk á síðasta tímabili. Sóknaraflið í liðinu er einfaldlega það mikið. Túfa hefur prófað sig áfram með þriggja manna vörn í vetur og ýmsar útfærslur með bakverði. Liðið hefur fengið yngri leikmenn en síðustu ár og spurning hvort mótorinn hjá Val verði öflugri en verið hefur. Jónatan Ingi Jónsson lék vel fyrir Val í fyrra.vísir/diego Þetta hefur allavega litið vel út í vetur og það er sannarlega líf eftir Gylfa. Stuðningsmenn Vals vilja að minnsta kosti Evrópusæti og ef flest gengur upp gætu Valsmenn allavega sett smá pressu á Víkinga og Blika í titilbaráttunni. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02 Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Val 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi á sama stað og á síðasta tímabili. Væntingastuðullinn hjá Val sprakk eftir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar skömmu fyrir síðasta tímabil. Að margra mati voru þeir líklegastir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en raunin varð önnur. Vissulega glitti oft í glimrandi spilamennsku en of sjaldan og Arnar Grétarsson var látinn taka pokann sinn eftir tap fyrir St Mirren í Sambandsdeild Evrópu. Srdjan Tufegdzic sneri aftur í íslenska boltann um mitt síðasta tímabil eftir dvöl í Svíþjóð.vísir/anton Srdjan Tufegdzic (Túfa) var klár á kantinum og tók við. En engin umpólun varð á gengi eða spilamennsku Vals við þjálfarabreytinguna. Liðið náði samt Evrópusæti sem var væntanlega algjör lágmarkskrafa á Hlíðarenda. Gylfi spilaði vel fyrir Val í fyrra og skoraði ellefu mörk. Honum leist þó ekki lengur á blikuna á Hlíðarenda og knúði fram félagaskipti í Víking. Stolt Valsmanna var eflaust sært eftir þetta en hægur vandi ætti að vera að nýta þetta sem hvata fyrir tímabilið sem framundan er. grafík/bjarki Það eru nefnilega áfram forsendur til að gera vel hjá Val. Þeir eru til að mynda enn með Jónatan Inga Jónsson, Patrick Pedersen og Tryggva Hrafn Haraldsson í framlínunni. Þeir skoruðu samtals 38 mörk í Bestu deildinni í fyrra og þrátt fyrir að verða 34 ára á árinu virðist ekkert vera að hægjast á Pedersen. Mörkin hans níu í Lengjubikarnum eru til vitnis um það. Jónatan Ingi átti frábæra kafla á síðasta tímabili og hann hefur allt að bera til geta verið einn besti leikmaður deildarinnar. grafík/bjarki Auk Gylfa er Birkir Már Sævarsson horfinn á braut eftir mikla og góða þjónustu við Val og Fredrik Schram fór til Danmerkur. Birkir Heimisson er kominn aftur frá Þór, Tómas Bent Magnússon frá ÍBV, Birkir Jakob Jónsson frá Atalanta, Andi Hoti frá Leikni R. og tveir erlendir leikmenn með flottar ferilskrár bættust við; miðvörðurinn Markus Nakkim og miðjumaðurinn Marius Lundemo. Þeim síðarnefnda er ætlað að leysa vandræði síðasta tímabils með stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og ef hann verður jafn góður og ferilskráin gefur tilefni til geta Valsmenn hugsað sér gott til glóðarinnar. Liðið hefur nefnilega litið vel út í vetur, vann Lengjubikarinn og eftir brotthvarf Gylfa er pressan kannski ekki jafn mikil á Hlíðarenda, eða allavega öðruvísi. grafík/bjarki Túfa þarf samt nauðsynlega að laga varnarleikinn frá síðasta tímabili. Valur fékk á sig 42 mörk og hélt aldrei hreinu eftir að Túfa tók við. Hann hefur jafnan verið kenndur við gott skipulag og traustan varnarleik en stóð ekki beint undir því í fyrra. Og þótt sóknarleikur Vals hafi stundum verið svolítið klossaður skoraði liðið samt 66 mörk á síðasta tímabili. Sóknaraflið í liðinu er einfaldlega það mikið. Túfa hefur prófað sig áfram með þriggja manna vörn í vetur og ýmsar útfærslur með bakverði. Liðið hefur fengið yngri leikmenn en síðustu ár og spurning hvort mótorinn hjá Val verði öflugri en verið hefur. Jónatan Ingi Jónsson lék vel fyrir Val í fyrra.vísir/diego Þetta hefur allavega litið vel út í vetur og það er sannarlega líf eftir Gylfa. Stuðningsmenn Vals vilja að minnsta kosti Evrópusæti og ef flest gengur upp gætu Valsmenn allavega sett smá pressu á Víkinga og Blika í titilbaráttunni.
Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02
Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti