„Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 22:04 Guðlaugur Victor Pálsson fór yfir málin strax eftir leik í Pristina í kvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er mjög svekkjandi,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í kvöld, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Hann segir eðlilegt að margt þurfi að bæta eftir fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. „Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
„Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05
Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33