Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2025 14:04 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var mjög ánægður með aðalfundinn á Hótel Örk. Hann segir blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira