Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2025 14:04 Að sjálfssögðu mætti eiginmaður Höllu, Björn Skúlason með henni á Búnaðarþingið en þau eru hér með framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Margréti Ágústu Sigurðardóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira